6.6.2009 | 23:36
Fleiri álver og stærri banka, strax!
Nú verður að duga eða drepast. Ef Ísland fær ekki tvö til þrjú risa álver verður atvinnuleysi og fólksflótti. Það eina sem dugar til að koma okkur út úr þessari kreppu er að selja fallvötnin lægst bjóðanda. Taka stór lán á okur vöxtum og láta steina litla skrifa upp á. Við verðum að gera allt til að bjarga okkur. Sveppatínsla og ferðamenn duga skammt til að borga lánin fyrir álversvirkjanir. Ef við tökum ekki lán til að byggja orkuver fer þjóðin á hausinn! Engin hagvöxtur verður og unga fólkið sem ekki vill vinna í álverum flýr land.
Síðan verðum við líka að byggja upp alþjóðlegt bankakerfi sem gefur þjóðum sunnar í heiminum ekkert eftir. Ísland þarf að verða Hong Kong norðursins og alveg tilvalið að láta Bjarna Ármansson og Sigurð Einarsson sjá um þá uppbyggingu. Þar eru menn sem kunna til verka. Íslenska bankakerfið þarf að standast samanburð svo Ísland geti orðið þjóð meðal þjóða. Við verðum að hafa öfluga alþjóðabanka sem sinna grunnþörfum fólksins í landinu og rússnesku mafínunnar. Þessar bankar þurfa líka að geta tekið þátt í alþjóðlegum fjárfestingarverkefnum sem eigendur þeirra standa að.
Ég skora á Íslensk stjórnvöld að hætta þessu væli og byrja að byggja upp hið nýja Ísland með álverum og alþjóðlegum bönkum.
![]() |
Stór verk í einkaframkvæmd? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009 | 23:22
Jóhanna tekur þjóðina í nefið.
![]() |
Erfitt að skrifa undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2009 | 17:53
Sigur lýðræðsins.
Ég verða að taka undir með Svavari og óska þjóðinni til hamingju með þennan stórkostlega árangur. Við fáum bæði að borga og borga ekki! Svavar Gestsson er sko engin venjulegur gestsson heldur samningamaður af guðs náð. Ef við hefðum þurft að borga þetta allt í einni greiðslu, sem hefði alveg getað orðið niðurstaðan ef Svavar hefði ekki verið þarna, þá værum við strax kominn á hausinn. En í staðin förum við á hausinn um það leyti sem Svavar fer á elliheimili.
Sannarlega góður árangur og í reynd sigur lýðræðisins því Mugabe hefði ekki getað gert mikið betur.
![]() |
Í raun ótrúlega góð niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2009 | 14:34
Loksins góðar fréttir.
Loksins fær íslenska þjóðin góðar fréttir sem gleðja verulega. Við þurfum ekki að borga nema rúmlega 650 milljarða og síðan 250 milljarða í vexti. Á móti koma náttúrulega gríðarleg verðmæti í verðlausum hlutabréfum. Alveg kannski margar milljónir eða milljarðar. Restina þarf íslenskur fátæklingur eða almenningur eins og sumir kalla hann að borga. Glæsileg niðurstaða hjá Steingrími og Jóhönnu. Þau lengi lifi, húrra, húrra, húrra!
![]() |
Engin Icesave-greiðsla í 7 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.6.2009 | 10:49
Kreditkort hf. bulla og mbl.is bullar með.
Í þessari frétt er haldið því fram að Kreditkort hf. sé búið að mýkja og endurskoða allt innheimtuferlið hjá sér! Þessi er nokkuð góður eiginlega bara helv. góður. Því ég veit fyrir satt að þetta fyrirtæki hefur hert alla innheimtuferla og það verulega. Hef reynt það á eigin skinni þó ég borgi alltaf! Bara ekki áður en ég fæ útborgað. En þetta fyrirtæki hefur verið ófáanlegt til að breyta því sökum tegundar af korti sem ég er með. Þjónustulipurðin þegar kemur að einhverju öðru en að hækka heimildina er ekki upp á marga gullfiska. "Nei, þetta er ekki hægt.", "Þú verður að tala við annan um þetta." o.s.fr. eru þau svör sem ég fæ. Orðið sveiganleiki er ekki til hjá starfsfólkinu og örugglega ekki hjá þeim sem stjórna þessu fyrirtæki.
Ef ég borga ekki á gjalddaga eða fyrir gjalddaga fæ ég hótun um löginnheimtu alveg um leið. Fyrir bankahrun tók þetta ferli um tíu daga og ekki var hótað lögfræðingum alveg strax. Þeir komu í bréfi númer tvö ef ég man rétt. Sem kom þó bara fyrir einu sinni fyrir þegar ég var ekki á landinu til að borga! Í dag er bréfið komið 2-4 dögum eftir gjalddaga í lúguna hjá mér. Manni er ekki gefinn neinn séns til að borga aðeins of seint.
Ótrúlegt hvað mbl.is lætur nota sig til að ljúga að venjulegu fólki. Kannski er þetta eitt af því sem rætt var á "leynifundunum" sem DV mátti ekki taka þátt í. Voru fjölmiðlar þar beðnir um að birta ósannar fréttir til að blekkja almenning?
![]() |
„Kreppukortið“ kemur á markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.6.2009 | 19:53
Davíð og Borat.
Davíð og Borat eru báðir uppdiktaðir karakterar sem ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Eini munurinn er að Davíð heitir sama nafni og höfundurinn Davíð Oddsson en Sacha Baron Cohen notaði Borat nafnið á sinn karakter.
Davíð fór víða í stjórnkerfinu og "tók fólk" en Borat ferðaðist um Bandaríkin og plataði virðulega borgara þar í landi. Davíð Oddsson seldi fólki grimmt persónu sína í kosningum. Fyrst til borgarstjóra og síðan í forsætisráðherraembættið og herra Cohen seldi fólki myndina sína með góðum árangri. Báðir þessir menn eru meistarar í sínu fagi.
Borat reyndi að stela Pamelu Andersson en Davíð stal íslensku þjóðinni og peningunum hennar. Við borgum ekki baulaði Davíð og Borat sagði Nice! Davíð sagði að íslenska þjóðin væri meðfærileg en Borat sagði að systir hans væri bæjarhóran. Thank you very much.
![]() |
Davíð lét AGS heyra það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.6.2009 | 16:04
Skrítið verð í Krónunni.
Krónan hefur tekið upp einkennilega stefnu í verðmálum. Svokallaða láttu platast kæri kúnni stefnu. En hún er þannig að ef í boði eru þrjár bragðtegundir af einhverri vöru þá kostar ein tegundin miklu meira en hinar, allt að 90% hærra verð. Karmellu muffins frá Myllunni kostaði um daginn um 180 krónur stykkið en súkkulaði muffins bara um 110 krónur. Allskonar tilboðsvörur í magnpakkningum eru síðan dýrari en sama vara í minni pakkningum og ekki á tilboði. Neutral sápa er t.d. töluvert dýrari í 5 kg pakkningum en 2 kg pakkningum. Allskonar sérpakkaðar vörur fyrir krónunna eru síðan jafn dýrar og þær sem ekki eru merktar krónunni þó pakkningarnar séu miklu verri.
Láttu ekki plata þig!
![]() |
Hakk hefur hækkað um 67% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2009 | 08:44
Nýja Ísland í boði Baugs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 01:13
Hugleiðingar um framtíðina.
Eftir nokkuð góðan dag þar sem ég klúðraði enn eina ferðina golfmóti sit ég hér og skrifa framtíðarspá mína. Allir hugsa fyrst um sig og síðan fjölskyldu og þar næst vinnu eða áhugamál. Þetta mun breytast og það all verulega. Ríkið mun skipa fyrsta sæti í hugum flestra eftir nokkur ár. Ekki endilega þetta íslenska þjóðríki með óhæfri ríkisstjórn sem ég þekki svo vel. Nei, sennilega Evrópuríkið með alþjóðlega auðhringa undir sínum verndarvæng.
Þetta er kannski ekki alslæm framtíðarsýn a.m.k. fyrir þá sem ekki nenna að hugsa sjálfir. Fá lög og reglur sendar beint að utan og kannski líka landsstjóra með próf í stjórnunarstörfum. Sérfræðing sem veit hvað ég vil og þarf. Skólakerfið verður notað til að byggja upp hentuga þegna sem ekki hugsa of mikið. Fólk sem vill lifa einföldu lífi í skjóli stóra bróðurs.
En framtíðin verður ekki bara tóm sæla með svanga munna sem þarf að mata. Hún verður grá og ljót. Hún verður líka hættuleg fyrir þá sem vilja lifa lífinu sjálfstætt. Sá blekkingarmúr sem ég lifi í fellur eins og spilaborg í þessum skrifuðum orðum. Ég hélt að heimurinn væri það sem ég sæi í sjónvarpinu og heyrði vini og fjölskyldu tala um. En mikið hafði ég rangt fyrir mér.
Heimurinn er ein alsherjar leikvöllur fyrir fólk með stjórnunaráráttu. Fólk sem ekki vill koma í fréttirnar og er þar ekki sökum valda og áhrifa. Hin raunverulegu völd eru ekki hjá ríkisstjórn Íslands eða ESB þinginu. Þau eru geymd bak við luktar dyr og af fólki sem fæstar vita að eru til. Samsæri eða bara raunveruleikinn skít kaldur.
Afhverju gerist það nákvæmlega sama á Íslandi og út í hinum stóra heimi. Bróðir minn heldur að þetta sé bara innbyggt í hið mannlega eðli. Fólk svindlar og stelur og hagkerfi ganga í gegnum lægðir og toppa. Allt höfum við séð áður og þetta nýjasta hrun er bara enn einn hringurinn í karma heimsins. En ég segi að þetta er ekki karma eða óheppni. Þetta er ekki einu sinni græðgi og mannvonska heldur skipulagt samsæri gegn almenningi í heiminum. Svöngu börnin í Afríku og feiti krakkinn í Bretlandi eru fórnalömbin. Sláturlömb væri kannski nær lagi.
Þegar búið er að hræða vitglóruna úr fólki með Al-Kæda og Bin Laden birtist næsta ógn. Svínaflensan ógurlega. Þó þessi flensi drepi færri en venjulegur flensufaraldur þá hafa heilu samfélögin lamast og tapað stórfé í leiðinni. En alþjóðlegir lyfjarisar græða á tá og fingri. Auðhringar sem eru í eigu mannanna á bak við tjöldin. Tilviljun?
Internetið er búið að vera eða svo segir góður karl að nafni Rubert Murdoch. Hann lofar okkur nýju og bættu neti með alþjóðlegri yfirstjórn og ritskoðun. Ritskoðun til að vernda börn gegn barnaperrum. Ritskoðun til að koma í veg fyrir að herra Hitler lifni við í gröfinni og byrja að predika sinn boðskap til 14 ára barna. Sarkozy Frakklandskeisari vill refsa þeim sem hlaða niður ólöglegt efni og fylgjast með þvi sem fólk skoðar á netinu. Ekki bak við tjöldin heldur yfir öxlina á mér.
Gagnrýni á stjórnina verður glæpur og þeir sem voga sér að tala illa um náungan verða sóttir til saka. Allt í nafni málfrelsis og lýðræðis.
Sömu aðilar og sjá til þess að svöngu börnin í Afríku eru ennþá svöng reisa álver á Íslandi. Eigendum fyrirtækjanna er boðið að kaupa íslenskt rafmagn á kúk og smá kanil. Landsvirkjun er gerð gjaldþrota með lánunum sem hún getur aldrei borgað til baka. Allt verður selt útlendingum til að borga skuldir Íslands. Íslenska þjóðin verður þá eins og svöngu börnin í Nígeríu sem sofa ofan á risa olílindum en gróðinn fer í erlenda vasa.
Íslandsmiðum verður stjórnað frá Evrópu og þó allt fyllist ekki að spænskum togurum þá þurfa íslenskir sjómenn að fara aftast í röðina fyrir aftan Green Peace og biðja um kvóta. Sjáum hvort íslenskir útvegsmenn fái að veiða eins mikið og þeira vilja eða verða alþjóðleg verndarsjónarmið ofan á. Kannski er íslenski þorskurinn jafn gáfaður hvalirnir sem Evrópuríkið vill ekki veiða í dag.
Klósettpappír er munaður og verður skattlagður sem slíkur. Það verður settur skattur á barneignir til að koma í veg fyrir fólksfjölgun. Eða ennþá betra, fólk þarf að sækja um leyfi til ríkisins til að eignast börn. Skyndilega fer mér að líða eins og ég sé staddur í myndinni Starship Troopers þar sem þjónusta við ríkið er skilyrði fyrir frama og frjósemi. Starships Troopers here I come, jibbí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 18:21
Barnaklám og gagnrýnisraddir.
![]() |
G8 efla baráttu gegn barnaklámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
kruttina
-
axelthor
-
duddi-bondi
-
baldvinj
-
bene
-
kaffi
-
bjarnihardar
-
bleikaeldingin
-
gattin
-
baenamaer
-
brandarar
-
dora61
-
ellyarmanns
-
ea
-
folkerfifl
-
fridjon
-
fridaeyland
-
killjoker
-
gislihjalmar
-
gudni-is
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
muggi69
-
gudnym
-
gullvagninn
-
maeglika
-
haukurn
-
heidathord
-
heimssyn
-
gorgeir
-
hordurj
-
hrafnathing
-
isleifure
-
jensgud
-
jonnnnni
-
enoch
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
hugsadu
-
katrinsnaeholm
-
karisol
-
krist
-
kristinhrefna
-
kjoneden
-
minkurinn
-
vonin
-
maggib
-
maggaelin
-
vistarband
-
marinogn
-
omarragnarsson
-
huldumenn
-
palmig
-
fullvalda
-
seinars
-
sigmarg
-
siggisig
-
sigurjonn
-
sms
-
soley
-
steingerdur
-
tomasha
-
tommi
-
vefritid
-
vertu
-
vestfirdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar