Færsluflokkur: Bloggar

Ráðherrar með risalán.

Samkvæmt Strumpablaðinu fengu ýmsir háttsettir embættismenn og ráðherrar mörg hundruð milljónir að láni frá Kaupþingi, Landsbankanum og fleiri bankastofnunum.  Lánin voru veitt til erlendra skúffufélaga sem viðkomandi ráðamaður er skráður eigandi í gegnum þriðja aðila sem lánar nafnið sitt.   Leiðari Strumpablaðsins ýjar að því að partur af dílnum sem ráðamenn gerðu við bankana væri að keyra Ísland í kaf og skilja hræið eftir við gullna hliðið í Brussel og leyfa auðhringum að taka auðlindir landsins upp í skuldir.

haarde-brown.jpg


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan kostar meira.

Ég verslaði alltaf í Krónunni en er hættur því í dag.  Þar hefur verðlagning hækkað meira en góðu hófi gegnir.  Margar innlendar vörur eru dýrari þar en t.d. í Nettó.  Fyrir kannski tveimur árum kostuðu þessar sömu vörur minna í Krónunni.  Eina skýringin hlýtur að vera hærri álagning.  Síðan má alveg spyrja sig hvort það sé ódýrt að borga 700 krónur fyrir glerkrukku sem kostar 1 dollar í Bandaríkjunum eða kaupa sængurver á 3000 krónur sem kostar 4 dollara í innkaupum.  Hófleg álagning eða skýringin á velgegni risanna tveggja. 
mbl.is Spara við sig lúxusinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kööpthing fjármagnaði Bjöggana.

Þetta er eins spillt og það getur orðið.  Nígería og Simbabe hvað.  Eftir að hafa lesið mig í gegnum allar þessar glærur er bara eitt orð til yfir þetta, VáÁ.  Þotur og hlutabréf íslensku víkinganna voru fjármögnuð með lánum úr KB banka.  Veðin voru síðan hluturinn sjálfur.  Þetta lið átti ekkert, ekki krónu með gati.  Allt lán.

Björgúlfurinn stóri og litli sem léku sér að því að kaupa upp húsin í bænum fengu allt saman að láni hjá KB banka.  Ef einhver var að velta fyrir sér á sínum tíma hver fjarmagnaði fasteignabrask Þorsteins Steingrímssonar þá er svarið í þessari skýrslu.  Björgólfur gerir samning við Þorstein um miðbæjarkaup og reddar láni í KB.  Björgólfur kaupir síðan Rauðsvík ehf. af Þorsteini og allir glaðir.  Þrátt fyrir alla milljarðana sína sá Björgóflur sér ekki fært að greiða lánin til baka. 

Verða peningar fyrst til þegar almenningur tekur við skuldum auðmanna?


 

 


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að mála hjá mér.

Væru þið til í að mála húsið mitt í nótt.  Piparminntugrænt eða blóðrautt.  Mér er alveg sama hvorn litinn þið ákveðið að nota.  Bara að ég þurfi ekki að borga næturvinnukaup eða vinnugalla.  Ég á nefnilega ekki mikinn pening.  Ef þið væruð til í þetta kann ég ykkur bestu þakkir fyrir. 

 

 


mbl.is Dyr límdar aftur og málningu slett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkufyrirtækin gjaldþrota, verðhækkanir framundan.

Talsmenn orkufyrirtækjanna nota orð eins og þolanlegt, fjármögnun tryggð út næsta ár, traustir notendur, til að lýsa stöðu sinni.  Einn sagði líka að verðhækkunum til almennings yrði stillt í hóf.  Þær væru og yrðu mun lægri en gengisfelling krónunnar gæfi tilefni til.  Helgi Hjörvar Alþingismaður og vinur litla mannsins sagði að sniðugt gæti verið að selja einstaka virkjanir t.d. álfyrirtækjunum.  Þannig mætti losa um skuldsetningu og græða peninga.  Þetta sagði vinur minn fyrir bankahrun.

Sem formaður fjárlaganefndar, iðnaðarnefndar og efnahags- og skattanefndar ætti þessi hugljúfi maður að vita hvað klukkan slær.  

helgi_je_je.jpg


mbl.is Segir upplýsingar um arðsemi villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hótar viðskiptabanni!

Í karlatímaritinu Stórar stelpur sagði Össur Skarphéðinsson að ef Alþingi samþykkti ekki Icesave væri möguleiki að ESB setti viðskiptabann á landið.  Álfyrirtækin fengju undanþágu enda í eigu útlendinga og kannski fengju spítalar landsins plástra og grisjur en ekkert umfram það.  Spurður um þessi válegu tíðindi lofaði Össur að gera sitt besta enda þyrfti Ísland ekkert á ESB að halda til að bjarga efnahagnum.  Innganga í ESB væri spurning um að vera í liði með Albaníu og Danmörku en ekki Al Kæta eða Norður Kóreu. 

granny-tattoo.gif


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan búin!

Ekki ljúga stjórnmálamenn þannig að þetta hlýtur að vera satt.
mbl.is „Upphafið að endinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið stendur sig ekki.

Morgunblaðið hefur lagst ótrúlega lágt í þessu máli.  Endurflutt lygana á Stöð tvö og látið síðan aumingja Björgólf standa í að leiðrétta óhróðurinn.  Það segir sig sjálft að Björgólfur hefði aldrei undir nokkrum kringumstæðum flutt gjaldeyri úr landi.  Honum hefði bara alls ekki dottið það í hug.  Ég skora á Morgunblaðið og aðra fjölmiðla að biðja Björgólf afsökunar á þessum grófu lygum.  Flytja peninga milla landa, Björgólfur!  Segir sig sjálft að þetta er rugl og bull. 
mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg niðurstaða.

Í viðtali við karlatímaritið Stórar stelpur sagði Össur að íslenska þjóðin mætti vera stolt af frammistöðu ríkisstjórnarinnar í ESB málinu.  Það hefði ekki verið sjálfgefið að litla Ísland fengi áheyrn hjá ESB.  Samfylkingin hefði t.d. notið góðs af Gordon Brown sem er flokksbróðir Össurar og Hollendingar hefðu einnig lofað sínum stuðningi.  Málið væri því mikill sigur og eiginlega fengju Íslendingar allt fyrir ekkert í þessu.  Aðeins þyrfti nú að borga Icesave og hætta hvalveiðum.  Í lok viðtalsins tók Össur fram að ríkisstjórnin væri norræn velferðarstjórn að albönskum hætti.
mbl.is Össur: „Diplómatískur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Albanía og Ísland.

Langþráður blautur draumur Samfylkingarfólks er senn að rætast.  Ísland og Albanía verða bráðum komin í ESB.  Aðspurður sagði Össur að Ísland hefði margt að bjóða í skiptum fyrir gott stjórnarfar og veðurfar.  T.d. væri íslenski hesturinn mjög góður fyrir börn og íslenska vatnið það besta í heimi.
mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband