Færsluflokkur: Bloggar

VG setja upp kosningaskrifstofu í Norgegi.

Á nýlegum miðstjórnarfundi VG í Reykjavík var ákveðið að setja upp kosningaskrifstofu í Noregi.  Steingrímur Joð. sagði við fjölmiðla að þetta væri rökrétt framhald af glæsilegum árangri hans í efnahagsstjórn landsins og inngöngu í ESB.  Flestir kjósendur VG væru komnir til Noregs og því nauðsynlegt að fara til þeirra og vera sýnilegur. 
mbl.is Hundruð flytjast til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir ferðamenn vilja að Ísland borgi Icesave.

Í gær talaði ég við yfir 783 erlenda ferðamenn sem eru staddir hér á landi.  Allir nema einn vildu að Ísland borgaði Icesave og helst meira til á hærri vöxtum.  Þeir voru ósáttir við tafir Alþingis á málinu og hótuðu að koma aldrei aftur til Íslands.  Þeir ætluðu líka að segja öllum að halda sig frá Íslandi og sniðganga íslenskar vörur.  Ef hins vegar Ísland borgaði Icesave þá væru þeir til í að koma aftur og aftur.  Sumir ætluðu að stofna búðir og eingöngu selja íslenskt nammi og lambakjöt í heimalandi sínu. 
mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur lofar að selja sig dýrt.

Hæstvirtur utanríkisráðherra lofaði þjóðinni að selja sig dýrt í samningaviðræðum við ESB.  Allt fyrir ekkert sagði ráðherrann þegar hann var spurður nánar út í ummæli sín.  Össur lofaði að standa fast á sínu og sýna ESB fulla hörku ef þörf krefði.  Til marks um alvöru málsins hefði hann skipað starfsmenn ESB sem fulltrúa Íslands í samningaviðræðunum.  Þetta væri allt fólk með mikla reynslu og svo þyrfti ríkið ekki að borga því laun á meðan. 
mbl.is Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB eða gjaldþrot.

Samkvæmt Strumpablaðinu hringdi Æðstistrumpur í Fiskastrump og bað hann um strumpa Icesave í gegnum Alþingi.  Fiskastrumpur lofaði að strumpa sitt besta strump og fá alla hina strumpana i þorpinu á sitt band.  Æðstistrumpur hótaði að senda Kjartan galdrakarl i heimsókn ef Fiskastrumpur og hinir strumparnir strumpuðu ekki Icesave í gegnum Alþingi.  Þetta er nú ljóta strumpið sagði Fiskastrumpur við Blaðastrump og bætti við að hann vonaði að Æðstistrumpur leyfði þeim nú samt að flytja í nýja strumpaþorpið í Belgíu. 
mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínaflensan og árás á Íran marka endalok kreppunar.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er kreppan búin og mikill hagvöxtur framundan.  Þetta gildir reyndar bara um lyfja- og hergagnaframleiðendur.  Ég skora á ríkisstjórn Íslands að reisa vopnaverksmiðjur á Húsavík og Suðurnesjum.  Ísland gæti síðan tekið við geislavirkum úrgangi og særðum hermönnum.  Lengi lifi hagvöxturinn.
mbl.is Vísbendingar um að kreppan sé nú á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklar framfarir í vændum.

Steingrímur rauði sagði í viðtali við Strumpablaðið að hagsæld skattgreiðanda á Íslandi ykist með skuldasöfnun.  Hærri skattar, sala á ríkisstofnunum, einkavinavæðing og gjaldeyrirshöft væru merki um miklar framfarir.  Þjóðargjaldþrot væri síðan toppurinn sem hann og ríkisstjórn Íslands stefndu ótrauð á.  Fjármálaráðherra tók fram að hann væri bara að framfylgja stefnu síðustu ríkisstjórnar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lék aðalhlutverkið.  Þetta væri ekki neitt nýtt og ætti ekki að koma neinum á óvart allra síst Sjálfstæðismönnum.  Í lok viðtalsins sagði Steingrímur að íslenska þjóðin væri falleg og með mikið fjármálavit.
mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin og Ísrael styðja umsókn Íslands.

Allar helstu lýðræðisþjóðir heims keppast um að styðja umsókn Íslands að ESB.  Nú síðast lýstu Bandaríkin og Ísrael yfir stuðningi.  Jóhanna Sigurðadóttir sagði að um sigur lýðræðisins væri að ræða og ekki skrítið að aðrar lýðræðisþjóðir lýstu yfir stuðningi.  Í gær lýstu Simbabe og Kanada yfir stuðningi við inngöngu og telja margir helstu ESB sérfræðingar landsins að Úganda og Danmörk geri það einnig.  Nú er bara að vona að íslenska þjóðin geri það líka.
mbl.is Lettar styðja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael á sinn rétt.

Ísraelsk stjórnvöld hafa fullan rétt á að byggja þau hús sem þarf til að koma sínu fólki fyrir.  Þetta heitir á íslensku, meirihlutinn ræður.  Bæði lýðræðislega kjörin stjórnvöld og meirihluti ísraelsku þjóðarinnar styðja landnámið.  Landnámið er því löglegt og eðlilegt.  Auðvitað verða einhver mistök og eitt og eitt smábarn drepið óvart með 1000kg sprengju eða valtað yfir nokkur barnaheimili í látunum en mistök ber að fyrirgefa.

 


mbl.is Heimilar landnemabyggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæmum lífeyrirsjóðina og gefum Landsvirkjun.

Björn Ingi Hrappsson sagðist glaður vilja fá Landsvirkjun gefins eða a.m.k. einhverja milljarða í vasann fyrir að selja hana.   Fæ ég líka eitthvað í vasann, Björn?
mbl.is Lífeyrissjóðir hlaupa undir bagga með Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband