Færsluflokkur: Bloggar

Það er í lagi að ljúga því þú ert fífl!

Þetta eru skilaboðin sem stjórnvöld senda frá sér.  Kannski ekki skrítið því þau eru alltaf kosin aftur og aftur.
mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Hjörvar lofar góðu veðri.

Í viðtali við Helga segir hann blákalt að góða veðrið og góða verðið muni koma aftur.  Á því sé engin vafi.  Sér hann framtíðina með þessum gleraugum?
mbl.is Efnahagsleg óvissa verri en skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru bóluefni skaðleg?

Kona í vinnunni hjá mér fékk einu sinni sprautu gegn flensu og veiktist heiftarlega í kjölfarið.  Þessi yndislega sprauta hefur síðan séð til þess að hún veikist alltaf reglulega.  Tekið skal fram að fyrir sprautuna var hún nánast aldrei veik.  Getur verið að umræða um flensuna sé hræðsluáróður og þeir sem taka þátt í þessari umræðu séu að hræða fólk vísvitandi.  Fyrir nokkru herjaði svokölluð fuglaflensa á heiminn.  Í kjölfarið keypti íslenska ríkið flensulyf fyrir tugir eða hundruðir milljóna og borgar einkafyrirtæki út í bæ fyrir að geyma lyfin.  Snidugdgt á Ízlandi eða hvað.  Ef íslenska ríkið vill taka peningana mína og borga skuldir Björgólfs verði þeim að góu en það getur gleymt því að reyna að láta mig fá sprautu í rassinn
mbl.is Bólusetja alla Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur betri en hinir?

Í einu viðtali sagð Björgólfur að hann væri ekki að búa til peninga með sama hætti og hinir ræningjanir.  Hann væri raunverulega að græða peninga í útlöndum sem hann síðan notaði í næstu fjarfestingar sínar.  Þessu trúir fólk. 
mbl.is Milljarða veðsetning Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nígería norðursins.

Menn verða ekki virkilega ríkir nema með hjálp ríkisins og á kostnað almennings.  Björgólfur litli er klassískt dæmi um þetta.  Finnur Ingólfsson er líka gott dæmi um sama hlut.  Nú er bara að borga og gera það sem vinnukarlar og kerlingar þessara félaga segja okkur.  Eru Steingrímur og Jóhanna með í leiknum?
mbl.is Sýndu Samson mikið traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klósettfundur Össurar með Boy George.

Í nýlegu viðtali í Séð og heyrt sagði Össur frá skemmtilegu atviki sem átti sér stað í Lundúnum nýlega.  Hann var víst einn á karlakósetti að létta á sér þegar dyrnar opnast og annar maður stendur allt í einu við hliðina á honum.  Nema hvað þessi maður byrjar að strjúka rassinn á Össuri.  Fyrst í litla hringi en allt í einu klípur hann nokkuð fast í vinstri rasskinnina.  Össur lítur á manninn og sér þá að þetta var Boy George.  Söngvaranum var nokkuð brugðið en sagði þó að lokum "I thought your were some one else."  Össur sagðist hafa bara verið nokkuð ánægður með þessa uppákomu en næstu daga á eftir hefði hann verið utan við sig.  Kannski kleip Boy George í rassinn á Savari Gestssyni og Árna Matt? 

boy_george.jpg


Fann nokkrar krónur.

Fann nokkrar krónur í vasanum.  Verslaði í Bónus og hringdi síðan með Nova símanum mínum.  Nú á ég ekki krónu með gati.
mbl.is Krónan styrkist á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver eða prumpandi beljur.

Margir vilja fleiri álver og stóriðju sem þýðir meiri mengun og losun gróðuhúsalofttegunda.  Ef Ísland ætlar að vera partur af "alþjóðasamfélaginu" verður þjóðin að draga úr losun.  Þetta þýðir einfaldlega að við verðum að velja milli stóriðju og fólksins í landinu.  ísland getur ekki bæði verið með álver og mengandi bílaflota, fiskiskip ásamt prumpandi beljum.

cow_shit.jpg    


mbl.is Ætla að draga mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband