Færsluflokkur: Spil og leikir

Þórsmörk, griðarstaður hryðjuverkamanna.

Aldrei hefur maður heyrt annað eins.  Hver trúir því að bandarísk stjórnvöld, Pentagon og CIA séu viðriðin einhver hryðjuverk eða annan óþverra.  Í fyrsta lagi var innrásin í Írak góðverk ekki hryðjuverk.  Í öðru lagi notuðu þeir kjarnabombu á Hírósíma til að bjarga mannslífum en ekki til að deyða.  Síðan í þriðja lagi er öll notkun Bandaríkjahers á skotfærum með skertu úrani mun mannúðlegri en 100 megatonna kjarnabomba sem þeir gætu líka notað.  Allt tal um óþverraskap Bandaríkjamanna lýsir óstjórnlegu hatri á lýðræði, frelsi og fegurð.
mbl.is Íranska þingið lýsir CIA hryðjuverkasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknileg mistök.

marieclairehijabmcdÞetta stríð var bara tæknileg mistök.  Hugmyndin frábær en útfærslan klúðursleg og öll í skötulíki.  Friðardúfurnar breyttust síðan í klasasprengjur made in USA og íslenskir hreinsitæknar þurfa nú að þrífa dúfnaskítinn.  Ég hélt að lönd með McDonald færu ekki stríð við hvort annað.  En mikið hafði ég rangt fyrir mér.  Vonandi lærðu stjörnvöld í Ísrael eitthvað á þessu og ráðast ekki aftur á McDonalds. 
mbl.is Siniora gagnrýnir skýrslu um stríðið í Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar K. Guðfinnsson og Saddam

Þessi mannvinur sem hefur mígið í saltan sjó finnst í lagi að ráðast á önnur lönd.  Ef tilgangurinn er að gera fólkinu sem þar býr greiða.  Þetta fannst Saddam Hussein líka og herra Hitler.  Nú er ég ekki að segja að  Einar sé fól eins og þessir tveir kallar.  Bara að þeir eru sammála um eitthvað.

Einar K. sér ekki skóginn fyrir trjánum.  Stríð virðast ekki vera mikið vandamál ef þau eru friðarstríð.  Væntanlega með friðarhermenn að stilla til friðar og koma friðardúfum til valda.  En auðvitað er þetta tóm vitleysa.  Sjáum bara hvað er að gerast í Írak.  Allt í steik og ég er ekki að tala um svínasteik með puru.  Einari finnst þetta stríða réttlætanlegt þó árangurinn sé ekki alveg í samræmi við ítrustu væntingar.

Einar og hans skoðanabræður í Sjálfstæðisflokknum réttlættu innrásina í Írak með orðunum "Saddam er vondur maður og drap voða marga, líka sína eigin þegna."  Stærsta illvirki Husseins var innrásin og stríðið við Íran.  Stríð sem faðir George Bush studdi með ráðum og smá pening.  

Í þessu ljósi verður forvitnilegt að fylgjast með hvaða skoðanir Einar hefur á "hugsanlegri" árás Bandaríkjanna á Íran.  Ef af verður hvort þá sé ekki í lagi að ráðast á USA og fangelsa forsetann.  Skyldi stríð flokkast undir spil og leikir?  


Svínvirkar.

Ég vil óska Mogganum til hamingju með þetta frábæra framtak.  Ég er búinn að reyna lengi að ná tali af Styrmi.  Lögrelan hefur nokkrum sinnum verið kölluð til en sem betur fer lagði Styrmir ekki fram kæru.  Mamma þurfti reyndar að gera honum smá greiða en hún jafnaði sig fljótt.  Við Styrmir erum búnir að vera góðir vinir lengi eða síðan ég keyrði á hann fyrir utan gamla Mogga húsið.  Hann hélt  að ég væri Jón Ásgeir.  Lítið hefur gengið að laga þennan misskilnig.  En þarna er komin leið sem kannski virkar.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eve Online.

Eitthvað gengur hægt að koma heimsóknum á þessa síðu upp fyrir 100.000.  En það er bara að halda áfram og sjá hvað gerist.  Verst hvað þetta tekur mikinn tíma frá Eve Online leiknum.  Spurning hvort ég ætti að setja eina dirty pictures from Iceland auglýsingu inn á bandarískan Date vef.

Fyrirsögnin gæti verið "Ingibjörg Sólrún lava girl" eða "Valgerður likes it hot".  Ekki má gleyma "Sigurður Kári rock hard and independent".  Þetta gæti farið illa best að finna upp á einhverju öðru. 

 


Höfundur

Björn Heiðdal
Björn Heiðdal
Höfundur er ræstitæknir á eftirlaunum og áhugamaður um exbox.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband